þriðjudagur, nóvember 6

Ég trúi ekki að ég hafi ekki haft neitt að segja síðan í júlí! Það er hræðilegt!

ástæðurnar eru tvær.

a) vinnan mín.
b) persónulegt ástand


ég mun örugglega halda áfram að blogga einn góðan veðurdag ef b) breytist, þá á öðrum stað sem þegar hefur fengið eldskírnina en aðeins 1x notaður því vegna a) get ég ekki lengur bloggað hér. Læt vita þegar ég flyt.

ykkar knúsí

Anna at 16:42

sunnudagur, júlí 29

Ég

nýtti helgina í að....
*
sofa mikið
setja upp skrautlista
fá mér rauðvín
fá mér steik
sofa meira
fara í bláa lónið
borða pizzu í fleirtölu
taka roadtrip á suðurlandið
versla í Kringlunni
*
ég keypti mér fyrir peningana sem frúin í hamborg gaf mér...
*
stóran grænan hring
stóra fjólubláa strand/sundtösku
dökk/glansandi/röndóttan léttan trefil
fjólubláa skó
mynd af audry hepburn
krús fyrir kaffi
græna retro kertastjaka
*
ég segji að svart, silfurþræðir, dökkir grænir litir, og fjólublátt sé málið í haust!
*
Ég var klárlega að versla mér haustdót enda er hauststemningin að komast yfir mig. Lét bikiníin, bómullarstrandpilsin og léttu sandalana alveg eiga sig á útsölunni.

Anna at 19:25

föstudagur, júlí 20

Jih dúdda. Þegar maður er með lukkutröllahárgreiðslu er ekki sniðugt að vinna á stað þar sem ég set á mig og tek af mér og set á mig og tek af mér headset 40x á dag. Það fer alltaf allt í flækju!!
*
Er að fara norður um helgina í rafting. Iða öll af spenningi enda erum við að fara í " one of the toughest rivers in europe" Lofað er miklu adrenalínkikki og er áin talin tilvalin fyrir ævintýrafólk og spennufíkla. Við erum að fara um 12 manna vinahópur norður og hafði ein vinkona við mig á orði: "Nú, þarf ég að róa??, ég ætla að fela mig bara í miðjum bátnum!!"
En svona án gríns þá veit ég að þetta verður ógeðslega gaman, ég hef farið 1x í Hvítá sem er mun léttari á og langaði mig strax eftir hana að fara í smá erfiðara. Hitt er eins og að sigla um sundin blá á stórri tuðru að veifa fyrir myndatökurnar. Verðum í rafting til kl 22 annað kvöld, ætlum svo að kíkja í pottana, grilla hambó og kíkja í miðnæturgolf. Læt vita eftir helgina hvernig stemmning það er að fara í svona voðalega svakalega á ;)

Anna at 16:45

sunnudagur, júlí 15

Ég er orðin að hálfgerðum netlúser. Ég held uppi tveimur ömurlega óspennandi heimasíðum, einni kenndri við myspace og hinni kenndri við blogspot. Um daginn ætlaði ég mér að opna þá þriðju á 123.is en sem betur fer rann prufutíminn út og ég var ekki það einstaklega heimsk að kaupa mér aðgang. b
Blog.central.is mun ég þó aldrei fá mér, ekki að mínu sköpunargleðis skapi að geta bara valið um fáeina liti í bakgrunn.
*
Helgin var svona helvíti góð. Ég prófaði að fara í golf í fyrsta skiptið á ævinni ef golf má kalla.. en við erum að tala um að ég prófaði hring á velli kenndur við æfingar. .þannig að hver hola var svona að mestu 100 m. Blótaði höggsvæðinu ansi mikið í byrjun en sá svo að maður þarf víst að dúsa þar í smá tíma áður en maður fer að spranga um á golfvellinum því hvert högg skiptir gríðarlega miklu máli. Minigolf taktarnir síðan í gamla daga voru því miður ekki á svæðinu í púttinu. Hins vegar náði ég að fara eina holu á 3 höggum (man ekkert hvað það heitir.. ). Er núna með hálsríg dauðans og verki í skrítnum vöðvum í hendinni.
*
Lá í sólbaði í allan dag á meðan Snorri var að gera við vélsleðann sinn. Er orðin sjúk í Hús&Hýbýli, skemmtilegasta sem ég veit um að skoða það, ætla að gerast áskrifandi :) og mun fara á morgun að kaupa skrautlista sem vantar enn á íbúðina mína.
*
fleira var það ekki í bili þó ég hafi nú gert fullt annað líka en maður þarf ekki að skrifa um allllt sem maður gerir.. er það nokkuð?

Anna at 23:08

miðvikudagur, júlí 11

tæknivæðing

Hún mamma mín er ekkert smá tæknivædd, hún er með miklu miklu miklu flottari myspace slíðu en ég!

Mín: myspace.com/annagyda
Mamma: myspace.com/monikaharp

Anna at 22:30

mánudagur, júní 25

Sumrin eiga að vera eintóm sæla!

Svo sannarlega eru síðustu 10 dagarnir búnir að vera hreint út sagt frábærir!
*
Júní byrjaði með mikilli vinnu og skipulagningu útskriftar eftir vinnu. Þann 16. var svo loks komið að því, við vinkonurnar fjórar að útskrifast. Helgin var hreint út sagt meiriháttar, mér leiddist næstum því ekkert í Laugardalshöll, fékk rosa flotta förðun, var ánægð með dressið og bara alsæl allt í allt. Fór í flotta veislu til Síu píu beint eftir Laugardalshöll og þaðan var næstum brunað beinustu leið í Útskriftarpartýið okkar. Að mínu mati heppnaðist það rosalega vel, nóg var af veigum og flottum snittum og allir bara mjög kátir. Fór þó heim um 2:30 eftir partýið enda vildi ég ekki vera þunn í veislunni minni daginn eftir. Um 17 leytið komu þessar geðveiku snittur í hús (ég elska veisluþjónustur) og búið var að útbúa Kirkjubrautina sem veislucenter. Fékk ofboðslega mikið af fallegum gjöfum og allt var alveg meiriháttar. Horfðum svo á leikinn og ekki spillti fyrir að hann gekk vel ;) Heil helgi fór því bara í "moi" sem var ekkert leiðinlegt og bara frábært í alla staði, þakka kærlega fyrir mig.
*
Síðasta miðvikudag hjálpuðum við Snorri til við tónleika Mömmu og Palla í Grasagarðinum. Það myndast alltaf jafn skemmtileg stemming þar ár eftir ár. Var að spá í því að þetta er amk sjötta árið í röð sem ég er þar að hjálpa til. Fyndið hvað tíminn líður hratt :)
*
Síðasta helgi var svo alveg met hjá mér! Við hættum á föstudeginum snemma í vinnu enda var stefnan tekin á rafting með verslunarstjóranana og svona lykilstarfsfólk. Jih hvað þetta var ótrúlega gaman, falleg náttúra, stökk að sjálfsögðu nokkrum sinnum af lægri og hærri klettinum, hentum fólki út í, mér var hent útí og þar fram eftir götunum. Var þó mjög sátt þegar ferðinni var lokið, þetta er BARA gaman en ég var líka BARA blaut enda gleymdi ég að hneppa jakkanum vel að mér svo bómullarpeysan mín var svona 15 kg sem ég var í innanundir. Fórum í heitu pottana enda flestir bláir og svo var bara grill og meððí. Þvílík sæla, æðislegt veður, allir hressir og mikið stuð!
*
Á laugardaginn var það fjölskyldudagskrá með strákana. Fórum við Esjurætur í pylsur og hoppikastala og eyddum svo deginum við Esjurætur að leika okkur í læknum og sóla okkur. Grófum svo holu um kvöldið í "vel ræktaða" garðinum okkar og bjuggum til kolagrill þar sem við grilluðum heilt lambalæri. Mmmm hvað það var gott, Snorri er snilli að elda! SOfnaði svo um 21 leytið og vaknaði 11 næsta dag! Á sunnudeginum var enn bongó blíða og þá var skellt sér í sund í 21 stiga hita og sólbað auk barnaafmælis hjá Mána junior Vidal eftirhádegi. Kvöldið fór svo í hestamennsku, þeas ég fór í gönguferð upp í sveit og hinir á hestbak ;)
*
Dapurlegur viðburður gerðist þó einnig um helgina... og þó.
Við erum búin að endurnýja bílaflotann eins og þónokkrir vita nú þegar og breyttist rauður Suzuki Swift árgerð 91 í grængráan golf árgerð 2004 með topplúgu ;) Við erum himinlifandi með nýja bílinn en samt var líka pínku erfitt að kveðja "gamla" Hann fékk þó virðulegan eiganda, 92 ára herramann og erum við mjög ánægð með það :)
*
Þá er það bara að losna við rauða tóninn úr andlitinu og borga út laun áður en að næsta helgi gengur í garð en þá er stefnan tekin á útilegu. Ég eeelska sumrin :)

Anna at 16:07

miðvikudagur, júní 20

Mér tókst það!!!
*
Eftir nokkra mínútna hugleiðingu og skyndihugdettu skelltum við Hjördís okkur upp á Esjuna. Esjan er búin að vera á dagskrá hjá mér mjöög lengi og margoft búið að reyna að smala í hópferð sem hefur aldrei gengið upp.
*
Þetta var bara alveg þrælskemmtilegt, komumst upp að "steini" hittum fólk, sögðum 9x góðan daginn og 8x góða kvöldið, hittum mann sem þurfti að fara í haldarann sinn og fleira skemmtilegt fólk. Duttum næstum því ansi oft á leiðinni niður og mér líður bara feyki vel!
*
Næst ætlum við alveg upp á topp!

Anna at 23:33